AÐRAR VÖRUR
Fróðleikur

Bilaðar bremsur

Margir veiðimenn verða undrandi á vorin þegar á að fara að nota veiðihjólin eftir vetrargeymslu.

Bremsan er stíf og leiðinleg eða jafnvel alveg föst.  Skiftir þá engu hvort um kasthjól er að ræða eða fluguhjól. 

Ástæðan er undantekningalítið sú að hjólið hefur verið geymt í fullri bremsu allan veturinn og diskar grónir fastir.  Til þess að losa um gróna diska getur verið gott að nota þunna olíu og taka svo þéttingsfast á bremsustillingum eftir smástund.  Gæta verður þess að þrífa olíuna burt eftir að hjólið er komið í lag og bremsan orðin liðug eins og hún á að vera.

Albest er náttúrulega að venja sig á að slaka alltaf á bremsu hjólsins þegar þú tekur hjólið af stönginni eftir að veiðitúr lýkur, 

Hreinsaðu hjólið þitt reglulega því sandur og önnur óhreinindi vilja safnast með tímanum.  Þá er vert að minna á að smyrja öxla og legur reglulega ýmist með smurfeiti þar sem það á við eða þunnri hjólaolíu annars staðar.

Ef þú ferð vel með hjólið þitt veitir það þér meiri ánægju lengur og minkar líkur á því að þú missir fisk í löndun vegna einhverra óþarfa bilana.

 

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is