AÐRAR VÖRUR
Fróðleikur

Að veiða með þungum túpum

Þyngdar túpur verða sífelt vinsælli enda öflug veiðitæki.

Sjálfsagt er enginn einn stóri sannleikur í því hvernig veiða á með þyngdum túpum en hér er stutt lýsing á því hvaða aðferð hefur reynst þeim sem þessar línur ritar hvað best.

Kastaðu línunni þvert á strauminn eða jafnvel upp í straum og mendaðu (vippaðu) flugulínunni upp í strauminn.  Með þessu móti rekur flugan frjálst niður með straumi og sekkur um leið.
Ekki draga, haltu bara laust um línuna þannig að þú sért með tilfinninguna í túpunni.  Þegar túpan er komin vel niður fyrir þig og fer að strekkjast á línunni skaltu draga tvisvar frekar hægt en leyfa túpunni síðan halda áfram rekinu.
Eftir andartak skaltu byrja að draga línuna inn og það er gjarnan þá sem töfrastundin rennur upp.  Línan strekkist, stöngin bognar og hann er á.

Oft er það að túpa í frjálsu reki vekur athygli fisks sem eltir hana og fylgist með.  Þegar túpan fer af stað er þú dregur í fyrra skiptið er eins og laxinn ókyrrist en heldur áfram að fylgjast með túpunni.  Það er svo í seinna skiptið þegar túpan er dregin inn aftur að hann ræðst til atlögu og tekur hana.

Ekki þrákasta með túpu á hyl.  Veiddu þig niður hylinn.  Notaðu aðferðina sem lýst er hér að framan og færðu þig svo neðar og endurtaktu.  Þetta gerir þú þar til þú ert komin niður úr hylnum. 

Á þessari mynd er verið að losa túpuna Maríu úr kokgleyptum Norðurárlaxi.

 

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is