AÐRAR VÖRUR
14.5.2010 - Hvar fást bestu flugurnar?

Samkeppni?  Flugunni finnst það góð hugmynd.


Allmikil samkeppni ríkir á íslenskum flugumarkaði og ekki minnkaði hún þegar Flugan bættist í hóp netverslana sem fyrir voru á markaði.

Allir fluguveiðimenn vita að gæði flugna eru afar misjöfn bæði hvað varðar styrkleika, endingu og útlit eða fegurð. Veiðimenn vita einnig að verðmunur á flugum getur verið gífurlegur á milli fluguverslana.  Sem dæmi um það má nefna að Flugan selur straumflugur á 290 krónur en sambærilegar flugur í annarri verslun kosta 410 krónur.

Flugunni fyndist tilvalið ef efnt yrði til  samkeppni um hvar "bestu", "sterkustu", "flottustu" og "ódýrustu" flugurnar fást.  Það væri til dæmis afar áhugavert fyrir ritstjóra einhvers veiðitímaritsins eða einhverra þeirra sem halda úti vefsíðum tengdum veiði.  Flugan er sannfærð um að slíkt efni fengi mikla athygli.

Dómenfnd sem stofnuð yrði í þessum tilgangi gæti bæði pantað flugur úr netverslunum en einnig handvalið sjálf úr fluguborðum verslana.  Það mætti hugsa sér að hver verslun legði fram nokkrar laxaflugur, nokkrar laxatúpur, nokkrar straumflugur og nokkrar silungapúpur.   Lagt yrði mat á hnýtingu, fegurð, styrkleika, endingu og verð svo eitthvað sé nefnt og flugum gefin einkunn með tilliti til þessara þátta.

Flugan er sannfærð um að allar fluguverslanir sem nota óspart hæsta stig lýsingarorða um sínar flugur myndu taka framtaki sem þessu fagnandi.  Samkeppni um flugur kæmi fluguveiðimönnum afar vel þegar kemur að því að fylla á boxin fyrir veiðisumarið 2010.

 

 

Deila |


Til baka

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is