AÐRAR VÖRUR
25.6.2010 - Nýjar keilutúpur komnar

Enn bætist við úrvalið


Í dag bætum við nýjum keilutúpum í netverslun.

Eftirfarandi keilur bættust við: Black Sheep, Snælda, Black and Blue, Green Butt, Dark Side of the Moon og Dentist.  Þá bættust við Sunray Shadow túpur í fleiri stærðum sem og Sunray Shadow keilutúpa.

Síðast en ekki síst er nú loksins fáanleg Sunray Shadow Tsunami en túpan sú hefur reynst frábærlega ekki síst í stærri ánum.

Við eigum eftir að koma fyrir hér fáeinum tegundum úr sendingunni sem kom í vikunni svo það bætast við nýjar flugur næstu daga.  Fylgstu með.

Næsta flugusending er væntanleg fyrstu vikuna í júlí og kennir þar ýmissa grasa.  Meira um það síðar.

Flugan vill vekja sérstaka athygli á úrvali túpukróka en bæði eru til VMC krókar í brons, silfur og gulli í minni stærðum fyrir smátúpur.  Þá eigum við Kamasan túpuþríkrækjur og Loop túputvíkrækjur í öllum helstu stærðum.

 

Deila |


Til baka

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is