13.5.2010 - Gleraugun komin Flugan var að bæta gleraugum við úrvalið
Nú geta viðskiptavinir Flugunnar fengið góð gleraugu send með flugupöntunum sínum því við vorum að bæta við nokkrum gerðum af veiðigleraugum frá Aqua á Ítalíu.
Ekki er alveg að marka myndirnar í netversluninni því þar eru linsur gleraugnanna sýndar í ýmsum litum. Öll gleraugun sem Flugan býður um þessar mundir eru með gulum linsum eins og gleraugun á þessari mynd.
Guli liturinn er hentugastur fyrir íslenskar aðstæður þar sem hægt er að nota þann lit jafnvel nokkuð fram í kvöldhúmmið síðsumar.
Til baka
|