25.5.2010 - Fáðu flugu í símann þinn Að fá flugu í höfuðið, eða bara símann.
Þegar Flugan hóf sig til flugs fyrr í þessum mánuði var sagt að ýmsar nýjungar yrðu kynntar til sögunnar.
Strax frá fyrsta degi mátti sjá uppskriftir með fjölmörgum flugum en markmiðið er að velflestar flugur birtist með uppskrift. Önnur nýjungin sem kynnt var netverslun með persónulega þjónustu. Það er að hægt er að spjalla við starfsmann á vakt en þessi nýjung vakti mikla athygli og margir hafa reynt spjallið. Ef enginn starfsmaður er viðlátinn er hægt að leggja inn skilaoð sem svarað er við fyrsta tækifæri.
Í dag birtist enn ein nýjungin. Nú getur þú fengið flugu í símann þinn en hluti Flugunnar hefur nú verið skrifaður fyrir síma. Hugmyndin er sú að veiðimenn geta nú hvar sem er þar sem símasamband næst flett upp í flugum Flugunnar, séð nöfn, myndir, uppskriftir og upplýsingar.
Hvort sem þú ert staddur á Arnarvatnsheiði eða við Andakílsá, Breiðdalsá eða Blöndu getur þú nú flett upp á flugunni í símanum þínum.
Þú einfaldlega slærð inn m.Flugan.is og þú ert kominn með Fluguna í símann þinn.
Til baka
|