3.6.2010 - Önglar til fluguhnýtinga Fluguhnýtingaönglarnir komnir til landsins
Í upphafi lögðu aðstandendur flugunnar upp með að bjóða gott úrval af góðum flugum á góðu verði en einnig var ráðgert að bæta við önglum, kúlum, keilum og fleiru smálegu til fluguhnýtinga þegar fram í sækti.
Nú eru fyrstu sendingar af önglum, kúlum, keilum og túpuefni komnar til landsins. Unnið verður að því að pakka þessum vörum í neytendapakkningar á næstu dögum.
Þeir sem vilja hnýta sínar eigin flugur geta því innan fárra daga fengið góða hnýtingaöngla á góðu verði hér hjá Flugunni.
Til baka
|