10.6.2010 - Ný flugusending í hús í dag Góðar flugur þurfa ekki að vera á uppsprengdu verði
Í síðustu viku tókum við upp silungaflugur, straumflugur, votflugur og púpur.
Í dag opnar Flugan nýja sendingu með laxaflugum og túpum. Í þessari sendingu er gott úrval af vönduðum og vel hnýttum flugum á góðu verði.
Við vonumst til að flestar flugur nýju sendingarinnar verði tilbúnar í sölu nú strax um helgina og að sjálfsögðu á góðu verði.
Myndin með þessari frétt er af flugunni Kill Bill sem er nú væntanleg í sölu hjá Flugunni ásamt fjölda annarra og hér að neðan má sjá hinar vinsælu HKA Sunray túpur sem veitt hafa fantalega vel síðastliðin ár, ekki síst í Rangánum. HKA Sunray túpurnar eru hannaðar af Henrik Kassow Andersen sem hefur veitt hér á landi og stundað veiðileiðsögn í mörg ár.
Til baka
|