AÐRAR VÖRUR
24.6.2010 - Henrik Kassow Andersen kynnir Zpey

Taktu frá tíma á föstudag og laugardag


Henrik Kassow Andersen verður gestur Veiðihornsins Síðumúla 8 á föstudag og laugardag og kynnir flugustangir, hjól og línur frá Zpey í Noregi.

Henrik verður staddur í Veiðihorninu á föstudag frá 14 til 18 en einnig á Miklatúni við Kjarvalsstaði á föstudagskvöld frá 19 til 21.
Á laugardag verður Henrik í Veiðihorninu frá 12 tll 15.  Auk kynningar á þessum mögnuðu stöngum, hjólum og línum ætlar Henrik að segja okkur frá leyndardómum HKA Sunray túpunnar sem hann hannaði og hefur verið notuð með feykilega góðum árangri ekki síst í Rangánum.

Gott úrval af Zpey stöngum, hjólum og línum er á boðstólum Veiðihornsins í Síðumúla.  HKA Sunray túpurnar fást ennfremur í Veiðihorninu og einnig hér í sérverslun fluguveiðimannsins á netinu.

Deila |


Til baka

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is