AÐRAR VÖRUR
25.2.2011 - Framúrskarandi fyrirtæki

Bráð ehf. sem rekur verslanirnar Veiðihornið og Sportbúðina auk netverslananna Veiðimaðurinn is og Flugan is hefur verið vottað í flokk framúrskarandi fyrirtækja af Creditinfo.

Vottunin er veitt eftir ítarlega greiningu Creditinfo sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkun í styrk og stöðugleikamati félagsins.
Af rúmlega 32 þúsund skráðum fyrirtækjum í hlutafélagaskrá reyndust einungis 177 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki. 

Við matið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar.  Þurftu félögin að sýna jákvæða rekstrarniðurstöðu og, eignastöðu, hátt eiginfjárhlutfall auk þess sem fyrirtækin þurftu að vera í flokki 1-3 í CIP áhættumati Creditinfo eða minna ein 1% líkur á vanskilum.

Litla fjölskyldufyrirtækið okkar skipar sér hér í flokk með mörgum af virtustu stórfyrirtækjum landsins hvað varðar styrk og stöðugleika.

Við erum stolt af því að kynna nafnbótina Framúrskarandi fyrirtæki fyrir viðskiptavinum okkar. 

Á bakvið þessa viðurkenningu er þrotlaus vinna, frábært starfsfólk og þúsundir ánægðra viðskiptavina.
Fyrir það erum við þakklát.

María og Óli


 

Deila |


Til baka

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is