24.3.2011 - Flugan vaknar úr dvala Vorið er handan við hornið og veiðidagurinn fyrsti nálgast óðum.
Flugan vaknar eftir vetrardvala. Fyrsta flugusending ársins er komin og keppumst við að því að gera allt klárt fyrir veiðisumarið sem er að bresta á.
Í fyrstu sendingu fer mest fyrir straumflugum í sjóbirting. Flugan.is er eingöngu netverslun sem býður viðskiptavinum um allt land upp á þá þjónustu að panta flugur í rólegheitunum við tölvuskjáinn heima.
Flestar flugur sem fást hér í flugubúðinni á netinu verða einnig fáanlegar á nýjum, glæsilegum flugubar í Veiðihorninu Síðumúla 8. Sama verð gildir hér í flugubúðinni á netinu og í Veiðihorninu Síðumúla 8.
Það er okkur gleðiefni að geta boðið gott úrval af vönduðum og veiðnum flugum á sama verði og í fyrra.
Til baka
|