AÐRAR VÖRUR
Fróðleikur

Sökkendar

Síðustu árin hafa "Polyleaders" eða polytaumar orðið vinsælli meðal fluguveiðimanna.  Í daglegu tali köllum við polytauma sökktauma eða sökkenda þó þeir séu einnig fáanlegir fljótandi.

Sökkendar eru ódýr og þægileg lausn þegar veitt er við aðstæður sem kalla á mismikinn sökkhraða.  Gjarnan eru sökkendar með lykkju á öðrum eða jafnvel báðum endum og því auðvelt og fljótlegt að tengja þá við flugulínu eða skipta um þegar breyta þarf um sökkhraða.

Margir veiðimenn eiga erfitt með að þekkja sökkendana sína í sundur.  Þumalputtareglan er sú að því dekkri og grennri sem sökkendinn er þeim mun hraðar sekkur hann.

Ólíkt flugulínum er kjarni sökkenda gjarnan úr nælongirni.  Sökkendar eldast því illa, fúna og slitna við minnsta átak séu þeir orðnir gamlir.  Geymsla við sólarljós og / eða við mikinn hita styttir líftíma þeirra.  Áður en þú hnýtir flugu á taum skaltu toga vel í sökkendann á milli handa þinna og sjá hve mikið átak hann þolir.  Það er betra að slíta sökkendann á bakkanum en í fiski.

Góða skemmtun - Flugan.is

 

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is