AÐRAR VÖRUR
Fróðleikur

Veitt með "dropper"

Hvað þýðir að veiða með "dropper"?  Sífelt fleiri silungsveiðimenn beita þessari aðferð, ekki síst þegar veitt er andstreymis.

Okkur er ekki kunnugt um gott íslenskt orð til þess að lýsa þessari veiðiaðferð svo við notumst hér við enska orðið "dropper" þar til við finnum góða íslenska lýsingu á aðferðinni.

Þegar veitt er með dropper er veitt með tveim eða jafnvel fleiri flugum á sama taumi.  Þyngsta flugan er þá höfð neðst en sú léttasta efst.  Þannig er auðvelt að leita að fiski því hann getur verið í æti í misjöfnu dýpi.

Best er að nota stíft taumaefni þegar veitt er með dropper til þess að minnka líkur á flækju þegar kastað er.

Hér birtum við góðan hnút til þess að tengja dropper við tauminn.  Hnúturinn er einfaldur og á að skýra sig sjálfur.

Dropper hnúturinn og aðrir sem eiga eftir að birtast hér eru í boði Maxima en Maxima hefur gefið út ágætis bækling sem við sendum öllum viðskiptavinum Flugunnar með pöntunum á meðan birgðir endast.  Einnig er hægt að nálgast Maxima hnútabæklinginn í Veiðihorninu Síðumúla 8.  Bæklingurinn er ókeypis.

 

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is