AÐRAR VÖRUR
8.7.2010 - Ertu nokkuð að nota gamalt taumaefni?

 Nýtt og ferskt Maxima taumaefni hjá Flugunni


Við eigum úrval af vinsæla taumaefninu frá Maxima. 

Maxima Chameleon er brúna stífa efnð sem er frábært í alla túpuveiði og ekki síst þar sem kann að reyna mikið á efnið í stórgrýti og gljúfrum.  Maxima Chameleon er til á 25 metra spólum.

Maxima Ultragreen er heldur mýkra efni en Chameleon og hentar betur við allar viðkvæmari aðstæður.  Þegar þú veiðir með smáflugum er Maxima Ultragreen rétta efnið.  Ultragreen er til á 25 og 100 metra spólum.

Maxima Treazure er nýjasta byltingin frá þessum þýska framleiðanda.  TreaZure er byltingarkent að því leiti að það þolir meira hnjask en annað sambærilegt efni.  Frekari upplýsingar um Maxima TreaZure munu birtast hér innan skamms en við spáum þessu nýja efni miklum vinsældum.

Allar nýjar Maxima spólur eru með gráum límmiða eins og næstfremsta spólan á meðfylgjandi mynd.  Gömlu gyltu og svörtu merkingarnar eru úr sögunni og því vísbending um að þú sért með gamalt taumaefni í höndunum. 

Vertu viss um að nota nýtt og ferskt Maxima taumaefni í næstu veiðiferð.

Deila |


Til baka

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is